top of page

Naprapat sérhæfir sig í stoð- og taugakerfinu

DN, Guttormur Brynjólfsson

Naprapat / Dr of Naprapathy

1996 útskrifaðist Guttormur sem Doctor of Naprapathy / Naprapat frá Naprapathögskolan (www.nph.se). Að því loknu lá leiðin til Spánar þar sem hann rak sína naprapatstöð (www.nattcenter.com) í 22 ár.

Guttormur hefur alla tíð leitast við að bæta sína meðhöndlun og þekkingu, m.a. lærði hann „Brain balance“ í Carrick Institute (hvernig miðtaugakerfið hefur áhrif á m.a. stoðkerfið). Í Washington (USA) lærði hann „advanced acupressure + dynamic joint recovery, í Svíþjóð nálastungur (pain treatment), árið 2011 lærði hann Graston Technique í Englandi (var sá fyrsti með viðurkennt diplom í Graston á Spáni). Guttormur hefur brennandi áhuga á taugafræði og sækir því kúrsa reglulega á því sviði.

Með meðhöndlun sinni hefur Guttormur náð sér í gott orðspor á Spáni og alþjóðlega, m.a. hafa komið til hans fótboltamenn úr Premier League, hann hefur verið fenginn til Liverpool FC og FC Barcelona til að meðhöndla svo eitthvað sé nefnt.

 

Fyrir Guttormi eru allir sjúklingar jafnir og er það kappsmál hans og ánægja að geta hjálpað sem flestum.

Untitled design (3).png

​Rétt greining er grunnurinn að góðum bata !

Untitled design (1)_edited.jpg

DN, Hjörvar Sigurgeirsson

Naprapat / Dr of Naprapathy

Hjörvar Sigurgeirsson útskrifaðist sem Naprapat í janúar 2023.  Hann hefur alla tíð haft mikinn áhuga á hreyfingu og almennri heilsu og byrjaði snemma að læra um líkamann og þjálfun í íþróttadeild VMA. Hjörvar hefur starfað sem naprapat síðan hann útskrifaðist en einnig hefur hann starfað við styrktar og einkaþjálfun, þjálfun yngri flokka í fótbolta og sem nuddari. Samhliða vinnu stundar hann mastersnám í íþróttavísindum og þjálfun en hann hefur einnig unnið sér inn réttindi í Dry-needling, nuddi og einkaþjálfun.

Maður, 54 ára

Eftir að hafa verið í sjúkraþjálfun meira eða minna í fimm ár vegna bakverkja var mér bent á að prófa að fara til naprapat.  Greiningin og áherslurnar í meðhöndluninni voru allt aðrar hjá naprapatanum.  Eftir u.þ.b. sjö skipti hjá naprapatinum þá var ég orðinn góður í bakinu.  Það sem mestu máli skiptir er að hjá naprapatanum lærði ég hvernig ég á að fyrirbyggja framtíða bakvandamál.

Kona, 32 ára

Taugalæknirinn minn sendi mig til Gutta naprapat vegna skelfilegra höfuðverkja sem ég hafði þurft að þola nánast daglega í 10 ár.  Nú fjórum mánuðum eftir að ég byrjaði hjá Gutta þá er ég verkjalaus, Takk takk takk :)

Kona, 27 ára 

Ég lenti í  bílslysi fyrir 5 árum og er búinn að vera verkjuð í hálsi og öxlum ásamt því að vera með ákaflega óþægilegan svimia.  Ég var farin að taka óheyrilga mikið af lyfjum bara til þess að komast í gegnum daginn.  Heimilislæknirinn minn benti mér á Gutta naprapat.  Nú aðeins nokkrum vikum síðar er sviminn farinn og ég nánast verkjalaus.  Ég geri mínar skrítnu æfingar fyrir miðtaugakerfið og balanskerfin sem naprapatinn sendi á mig með gleði því nú sé ég fram á verkjalaust líf ! 

bottom of page