Guttormur Brynjólfsson, Naprapat (Doctor of Naprapathy)

GUTTI BRYNJOLFSSON1996 útskrifaðist Guttormur sem Doctor of Naprapathy / Naprapat frá Naprapathögskolan (Scandinavian Collage of Naprapathic Manual Medicine). Að því loknu lá leiðin til Spánar þar sem hann hefur rekið (og rekur enn) sína naprapatstöð (www.nattcenter.com).

Guttormur hefur alla tíð leitast við að bæta sína meðhöndlun og þekkingu, m.a. lærði hann „Brain balance“ í Carrick Institute (hvernig miðtaugakerfið hefur áhrif á m.a. stoðkerfid). Í Washington (USA) lærði hann „advanced acupressure + dynamic joint recovery, í Svíþjóð nálastungur (pain treatment), árið 2011 lærði hann Graston Technique í Englandi (var sá fyrsti með viðurkennt diplom í Graston á Spáni), 2013 kúrsaði hann á Englandi Gonsted tækni hjá Dr John og Dr. Alex Cox.

Með meðhöndlunum sínum hefur Guttormur náð sér í gott orðspor á Spáni og alþjóðlega, m.a. hafa komið til hans fótboltamenn úr premier league, hann hefur verið fenginn til Liverpool FC og FC Barcelona til að meðhöndla etc.
Fyrir Guttormi eru allir sjúklingar jafnir og er það kappsmál hans og ánæja að geta hjálpað sem flestum.