Naprapat
sérhæfir sig
í stoð- og taugakerfinu!

Um Naprapati 

  • Naprapat sérhæfir sig í greiningu, meðhöndlun og endurhæfingu stoð- og taugakerfis.
  • Naprapat er stærsta stoðkerfismeðhöndlun og sú sem hraðast vex í Skandinavíu.
  • Naprapat er ein árangursríkasta meðhöndlunin
    á stoðkerfisvandamálum ef litið er til rannsókna.
  • 6 af hverjum 10 Svíum kjósa fremur Naprapat meðhöndlun en aðra meðhöndlun.
  • Naprapatar í Skandinavíu eru rúmlega 2200 talsins og samtals meðhöndla þeir um 3 milljónir manna ár hvert.
  • Naprapat er löggilt heilbrigðisstétt á Norðurlöndunum.
Hvað gerir Naprapat?

Hvað gerir Naprapat?


  • Naprapat býr yfir mikilli þekkingu og tækni til þess að meðhöndla þig á öruggan og árangursríkan hátt.
  • Naprapat leitast við ná þér sársaukalausum sem fyrst, ásamt því að finna og rétta til ástæðuna fyrir verkjunum (sem getur leynst í stoð- eða taugakerfinu).
  • Naprapat meðhöndlun getur falist meðal annars i drop technique (mest notuð), hnykkingum, meðhöndlun á bandvef (connective tissue) ásamt sérsniðnum æfingum fyrir þitt stoðkerfis vandamál.
  • Naprapat meðhöndlar nánast allt sem við kemur stoðkerfinu s.s. verki í baki, hálsi, höfði, öxlum, hnjám, höndum og fótum.
Naprapat í gegnum netið

Guttormur Brynjólfsson

Naprapat / Doctor of Naprapathy

1996 útskrifaðist Guttormur sem Doctor of Naprapathy / Naprapat frá Naprapathögskolan (www.nph.se). Að því loknu lá leiðin til Spánar þar sem hann rak sína naprapatstöð (www.nattcenter.com) í 22 ár.

Guttormur hefur alla tíð leitast við að bæta sína meðhöndlun og þekkingu, m.a. lærði hann „Brain balance“ í Carrick Institute (hvernig miðtaugakerfið hefur áhrif á m.a. stoðkerfið). Í Washington (USA) lærði hann „advanced acupressure + dynamic joint recovery, í Svíþjóð nálastungur (pain treatment), árið 2011 lærði hann Graston Technique í Englandi (var sá fyrsti með viðurkennt diplom í Graston á Spáni). Guttormur hefur brennandi áhuga á taugafræði og sækir því kúrsa reglulega á því sviði.

Með meðhöndlun sinni hefur Guttormur náð sér í gott orðspor á Spáni og alþjóðlega, m.a. hafa komið til hans fótboltamenn úr Premier League, hann hefur verið fenginn til Liverpool FC og FC Barcelona til að meðhöndla svo eitthvað sé nefnt.


Fyrir Guttormi eru allir sjúklingar jafnir og er það kappsmál hans og ánægja að geta hjálpað sem flestum.

Fáðu aðgang að Naprapat á fljótlegan og einfaldan hátt.

  • Engin ferðalög
  • Engar biðstofur
  • Þú velur stað og stund


Umsagnir

Árið 2014 lenti ég í árekstri, eftir áreksturinn þjáðist ég af háls og höfuðverkjum á hverjum degi. Næstu árin reyndi ég bókstaflega allar meðhöndlanir...nema Naprapat. Naprapatinn hafði allt aðra nálgun bæði við skoðun, meðhöndlun og æfingar. Í dag lifi ég eðlilegu lífi :) Takk

Kona, 32 ára

Eftir bakverki til margra ára og óteljandi endurhæfingar tíma frétti ég af Gutta Naprapat. Eftir skoðun tjáði Gutti mér að líklega væri þetta ákveðinn óbalans í stoðkerfinu sem ætti sinn uppruna í miðtaugakerfinu. Meðhöndlunin hjá Gutta og þar til gerðar æfingar sem ég gerði 5 sinnum  á dag hafa svo sannarlega skilað árangri. Í dag er ég verkjalaus!

Maður, 58 ára

Ég spila í Pepsi deildinn og er búinn að vera að glíma við nára og bak meiðsli í fjölda ára, ég heyrði að Gutti Naprapat hefði reddað mörgum úr boltanum þannig að ég ákvað að prófa. Það kom mér verulega á óvart að heyra að rótin að mínum vanda lægi í miðtaugakerfinu. Ég mætti reglulega í meðhöndlun og fékk þar til gerðar æfingar sem ég gerði samviskusamlega, eftir 3. vikur var ég orðinn góður og hef ekki fundið fyrir þessu síðan.

Maður, 26 ára

Ég var verkuð í fjölda ára og var á endanum greind með vefjagigt. Ég frétti að Gutti Naprapat hefði hjálpað mörgum með vefjagigt. Ásamt meðhöndluninni þá lét Gutti mig gera allskyns æfingar s.s. augnæfingar og jafnvægisæfingar.
Það eru liðnir fjórir mánuðir síðan ég byrjaði Naprapat meðhöndlunina og ég er nú 100% betri :)

Kona,  46 ára

Fáðu nákvæma greiningu á þínu stoð- og taugakerfi

Skráðu nafn, kennitölu, símanúmer, netfang og helstu ástæður fyrir því að þú vilt fá greiningu.
Við munum svara eins fljótt og auðið er.

Fyrirspurn naprapat.is

Verðskrá

Share by: