TÚ ERT Í GÓDUM HÖNDUM !

Ádur en vid byrjum meðhöndlunina þurfum við að vita hvar verkirnir eru, hvers eðlis þeir eru og framar öllu, hver er ástæðan.  Ástæðan gæti t.d. verið útaf læstum lið í hryggnum sem „breytir“ taugaflæði til stoðkerfisins og smá saman leiðir til meiðsla.  Einnig getur verið að miðtaugakerfið þitt sé ekki í „Brain balance“ þannig að það valdi misjöfnu álagi á líkama þinn og leiði til meiðsla.

 

Vid byrjum á því að fara yfir þína sjúkrasögu, þar sem vid munum spyrja spurninga um þína almennu heilsu og þína verki.

Þar á eftir munum við gera viðeigandi „test“ á stoð og taugakerfi.

Síðan byrjum við að skoða hreyfigetu i hrygg og viðeigandi liðum, vöðvum, liðböndum etc.

Að skoðun lokinni byrjum við meðhöndlunina, sem getur falist i hnykkingum, activator technique, joint mobilization, graston technique, nudd, teygum eða öðrum stoðkerfis meðhöndlunum sem að naprapat býr yfir.

Einnig getur verið í einstaka tilfelli að við byðjum um aðrar prufur s.s. röntgen, MRI etc (við erum hliðhollir því að „geisla“ þig sem minnst).

Ef þú átt röntgen- / segulóm-myndir / lækna skýrslur, taktu það endilega með í fyrsta tímann.