VINNUVISTFRÆÐI OG ÆFINGAR

Að fjárfesta í heilsu er góð fjárfesting, rannsóknir sýna að kostnaðurinn er aðeins um 20-35% af ágóðanum. Það er oft sagt,og réttilega, að stoðkerfisvandamál séu einn hellsti heilsu-faraldur 21.aldarinnar. Í dag er um 55% allra veikindaleifa ( í háþróuðum samfélögum) tilkominn vegna stoðkerfis-vandamála (háls / Bak), tíðni brjósklosa hefur t.d. farið stig vaxandi á síðustu áratugum. Hér áðurfyrr töldu menn að erfiðisvinna væri það versta sem hægt væri að gera stoðkerfinu, en nú vitum við að kyrrseta / skrifstofuvinna er jafnvel enn verri.

En hvað er til ráða?

Við hjá Naprapat ehf höfum höfum ákveðið að gera það sem í okkar valdi stendur til þess að sporna við þessari þróun, við bjóðum nú fyritækjum uppá einfaldann og gagnlegan kúrs þar sem við kennum fólki rétta vinnuvistfræði (ergonomy) og hvernig fólk getur með einföldum æfingum leyst hin ýmsu stoðkerfis-vandamál sem upp koma við skrifstofuvinnu.

 

 

ergo1         teygjurman

 

 

Langar þig að bjóða upp á kúrsinn í þínu fyrirtæki? Ef svo er hafðu samband við okkur í info@naprapat.is